Mikið tjón í Kringlunni

Frá aðgerðum slökkviliðs við Kringluna í gærkvöld.
Frá aðgerðum slökkviliðs við Kringluna í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið lauk störfum við Kringluna um klukkan eitt í nótt, en á fjórða tímanum í gær braust út eldur í þaki í austurhluta byggingarinnar.

Ljóst er að tjónið er mikið.

50-60 manns hafi tekið þátt í aðgerðunum

Að sögn Jónasar Árnasonar, varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, fóru síðustu bílar slökkviliðsins af vettvangi um klukkan eitt í nótt. Hann áætlar að 50-60 manns hafa tekið þátt í slökkvistarfinu.

Jónas segir að tjónið sé gríðarlega mikið af völdum vatns og reyks og fram undan sé mikil vinna eftir slökkvistarfið. Þá þurfti slökkviliðið að rjúfa hluta af þaki byggingarinnar í gærkvöld til að tryggja að enginn eldur logaði enn í svokölluðum eldhreiðrum.

Iðnaðarmenn voru við störf á þakinu þegar eldurinn kviknaði og er talið líklegt að hann hafi kviknað þegar verið var að bræða þakpappa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert