Kaffibolli kostaði óvart 2.529 krónur

Inni í verðinu voru fjórir stakir espessó-kaffibollar og einnota kaffimál …
Inni í verðinu voru fjórir stakir espessó-kaffibollar og einnota kaffimál undir drykkinn. Ljósmynd/Unsplash/Denis Zagorodniuc

Kaffiunnandi sem fékk sér fjórfaldan espressó kaffibolla á B&S á Blönduósi kvartaði yfir verðlaginu hjá veitingastaðnum í Facebook-hópnum „Vertu á á verði - eftirlit með verðlagi“.

Kaffið kostaði hana 2.529 krónur. Inni í því verði voru fjórir stakir espessó-kaffibollar og einnota kaffimál undir drykkinn.

Venjulega er rukkað fyrir einn kaffibolla og þrjú auka skot af espressó, þegar konan pantar sér þennan drykk á öðrum kaffihúsum, að því er segir í færslu hennar á Facebook.

Þar segir að hún hafi tvisvar spurt afgreiðslustúlkuna á B&S, sem selur kaffi frá Kaffitári, hvort þetta væri örugglega rétt reiknað hjá henni, en það breytti ekki niðurstöðunni.

Uppfært klukkan 21.21:

Rekstraraðili hafði samband við konuna og sagði að um mistök hafi verið að ræða og var henni boðið að fá fá mismuninn endurgreiddan.

Mynd af kvittuninni fylgdi færslunni á Facebook.
Mynd af kvittuninni fylgdi færslunni á Facebook. Skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert