48 leigubílstjórar kærðir

Lögreglan jók eftirlit með leigubílum um helgina.
Lögreglan jók eftirlit með leigubílum um helgina. Ljósmynd/Colourbox

Tæplega fimmtíu leigubílastjórar eiga yfir höfði sér kærur eftir sérstakt eftirlit lögreglunnar með leigubílum um helgina.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt um helgina úti viðamiklu eftirliti með leigubílum í miðborginni að því er fram kemur í tilkynningu. Lögreglan kannaði þá með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra.

Í tæplega helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir vegna grunsemda um brot og eiga nú 48 leigubílastjórar yfir höfði sér kæru vegna þessa. Af þeim hafa enn fremur 32 leigubílstjórar verið boðaðir til að mæta með ökutæki sín í skoðun á nýjan leik. Leigubílstjórar eru minntir á að eftirlitið heldur áfram.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við þetta eftirlit um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert