Skórnir ónýtir vegna bikblæðinga

Þórarinn steig í malbikið og skórnir hans eru nú ónýtir.
Þórarinn steig í malbikið og skórnir hans eru nú ónýtir. Ljósmynd/Þórarinn

Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum að undanförnu vegna bikblæðinga á vegum landsins. Einum Vestfirðingi blöskrar ástandið um Djúpafjörð og á Teigsskógsleiðinni.

„Öll leiðin þarna nýja er svona og mér ofbýður algjörlega, það tætast bútar upp úr malbikinu þegar þetta er svona. Ég keyri bara á 30 til 40 [kílómetra hraða] því þetta er nánast eins og að keyra á klaka,“ segir Þórarinn Þórðarson í samtali við mbl.is.

Rútuslys varð á föstudag í Öxnadal og fyrr þann dag hafði Vegagerðin gefið út viðvörun vegna bikblæðinga.

Í kjölfarið hafa vaknað umræður um bikblæðingar og margir lýst óánægju með stöðu vegamála.

Margir eru ósáttir vegna bikblæðinga.
Margir eru ósáttir vegna bikblæðinga. Ljósmynd/Þórarinn

Skórnir ónýtir

„Síðan stekk ég út til að taka mynd af þessu og þá sekkur maður ofan í tjöruna, þessa repjudrullu. Skórnir mínir ónýtir, ekki stórtjón en jæja, leiðinlegt. En þetta er stórhættulegt. Það er verið að leggja nýja vegi út um allt og maður skilur ekki af hverju haldið er áfram að nota ónýtt efni sem klárlega virkar ekki,“ segir Þórarinn.

Á myndunum sem hann tók má sjá bikblæðingarnar. Hann segir að þarna hafi verið á bilinu 15-17 gráða hiti.

Eftir helgi þegar hann kom til baka var hitastigið um 12 gráður og þá var vegurinn einnig nokkuð slæmur.

Þórarinn segir að efnið sem notað er í klæðningar virki …
Þórarinn segir að efnið sem notað er í klæðningar virki ekki. Ljósmynd/Þórarinn

Skófar í veginum

Þorsteinn T. Ragnarsson deildi myndskeiði á samfélagsmiðlum um helgina frá veginum á milli Hveragerðis og Þorlákshafnar þar sem sjá má far í veginum eftir að hann stígur á malbikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert