Áður óþekkt steind, sem fannst á Fimmvörðuhálsi árið 2010, hefur verið samþykkt sem ný tegund af Alþjóðasteindafræðisambandinu. Steind er nokkurs konar byggingareining bergs en hin nýja tegund nefnist kristjánít, eftir Kristjáni Jónassyni jarðfræðingi, en hann fór í rannsóknarleiðangur ásamt starfsbróður sínum, Sigmundi Einarssyni, í kjölfar eldsumbrotanna á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli.
Frá þessu er greint á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Fóru Kristján og Sigmundur á vettvang eldsumbrota til að leita að útfellingum í nýmynduðum gígum og hrauni. Tóku þeir m.a. sýni af hvítum og grænleitum útfellingum sem fundust undir skorpu af gjósku úr Eyjafjallajökli utan í gígnum Magna. Hitastig í gjallinu mældist 670°C.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.