Tveimur enn haldið sofandi

Frá vettvangi slyssins á föstudag.
Frá vettvangi slyssins á föstudag. mbl.is/Þorgeir

Tveimur er enn haldið sofandi eftir rútuslysið sem varð í Öxnadal á föstudaginn. 

Þetta segir Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra.

Tíu voru lagðir inn á sjúkrahús eftir slysið en Jóhannes kveðst ekki vera með upplýsingar um hve margir séu þar enn.

22 tékkneskir ferðamenn

Rannsókn á slysinu er umfangsmikil og stendur enn yfir.

Veginum yfir Öxnadalsheiði var lokað upp úr klukkan fimm síðdegis á föstudag og var ekki opnaður aftur fyrr en um nóttina.

22 tékkneskir ferðamenn voru um borð í rútunni. Fimm voru lagðir inn á sjúkrahúsið á Akureyri og fimm voru flutt­ir með þyrlu og sjúkra­flug­vél­um á Land­spít­al­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka