Viðreisn mun styðja vantrauststillöguna

Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Kristófer

Óhætt er að fullyrða að þingmenn Viðreisnar muni greiða atkvæði með vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra.

Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is.

„Við höfum í sjálfu sér ekki fundað nákvæmlega um þessa tilteknu tillögu en ég held að mér sé óhætt að fullyrða það að við munum vera á græna takkanum,“ segir Hanna aðspurð.

„Þetta er stjórnsýsla sem gengur ekki“

Miðflokkurinn lagði fram tillöguna í dag og var henni dreift til þingmanna við upphafi þingfundar.

Ástæðan er fram­ganga henn­ar í hval­veiðimál­inu, en vegna óvenju langs tíma til leyfisveitingar af hálfu matvælaráðuneytisins stefnir allt í að engin vertíð verði hjá Hvali hf. í sumar.

„Þetta er stjórnsýsla sem gengur ekki og það gengur heldur ekki að stjórnvöld nái einhvern veginn að búa þá hefð til að við brot í starfi sé nóg að skipta bara út ráðherrum og þá sé málið dautt,“ segir Hanna.

Kosið um tillöguna á morgun eða hinn

Á und­an­förn­um árum hefðu umræður og at­kvæðagreiðsla farið fram ein­um eða tveim­ur sól­ar­hring­um eft­ir að van­traust­stil­laga er lögð fram.

„Það verður spennandi að sjá hvaða ráðherra þau draga upp úr hattinum næst,“ segir hún kímin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert