Dregur úr úrkomu í kvöld

Verður rigning víða um land í dag.
Verður rigning víða um land í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag verður norðlæg eða breytileg átt, 5 til 13 metrar á sekúndu og rigning, en úrkomuminna á Vestfjörðum. Dregur úr úrkomu í kvöld.

Hiti verður á bilinu 3 til 13 stig, hlýjast suðaustanlands.

Breytileg átt verður á morgun, 3-8 m/s og skúrir eða rigning, en bjart með köflum norðaustan til. Hiti verður á bilinu 8 til 14 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert