Farið fram á fjórar vikur í viðbót

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum fer fram á framlengingu á varðhaldi um …
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum fer fram á framlengingu á varðhaldi um fjórar vikur. mbl.is/Hari

Embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum hefur lagt fram kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa stungið annan mann í heimahúsi fyrir um viku síðan. Farið var fram á fjögurra vikna framlengingu á grundvelli almannahagsmuna.

Þetta staðfestir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans um áframhaldandi gæsluvarðhald til 17. júlí, kl. 11.00.

Maðurinn var úrskurðaður í viku varðhald á miðvikudaginn var vegna rannsóknarhagsmuna. Lögreglan hafði verið kölluð að heimahúsi í Súðavík klukkan 23.50 kvöldið áður, en þar hafði annar karlmaður verið stunginn og var með lífshættuleg stungusár sem þurfti að meðhöndla. Hann er nú úr lífshættu, en hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert