Framkvæmdir við varnargarða hafnar

Flateyri í janúar 2020.
Flateyri í janúar 2020. mbl.is/Hallur Már

Framkvæmdir við varnargarða eru hafnar á Flateyri við Öndunarfjörð þar sem til hefur staðið að bæta þær snjóflóðavarnir sem fyrir eru á svæðinu. 

Bæjarins Besta greinir frá þessu og segir að í ár verði farið í gerð keiluraða í innra bæjargili, keiluraðir A-B og C, utan við núverandi varnargarð.

Markmiðið sé að auka öryggi vegna ofanflóða og vernda hafnarsvæðið. 

Flestir Íslendingar þekkja líklega harmleikinn á Flateyri í október 1995 þegar stórt snjóflóð féll á byggðina með þeim afleiðingum að tuttugu létu lífið. 

Óvæntir atburðir árið 2020

Eftir það var byggður snjóflóðavarnargarður á Flateyri sem hefur sannað gildi sitt en reyndist þó ekki fullnægjandi þegar tvö snjóflóð féllu í janúar árið 2020. Þá féll snjóflóð á íbúðarhús en björgunarsveitir björguðu þá 14 ára stúlku úr flóðinu. Einnig náði flóðið í höfnina og þar var mikið tjón. 

Eftir atburðina í janúar 2020 voru snjóflóðavarnir á Flateyri endurmetnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert