Rann til og slasaðist á fæti á Svínafellsjökli

Þyrla gæslunnar var kölluð út á Svínafellsjökul, sunnan Vatnajökuls, um …
Þyrla gæslunnar var kölluð út á Svínafellsjökul, sunnan Vatnajökuls, um kl. 23 í gær. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Björgunarsveitir Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út seint í gærkvöldi vegna hóps ferðamanna sem hafði lent í vandræðum uppi á Svínafellsjökli á Suðausturlandi.

Björgunarsveitarfólk komst að sjö manna gönguhópnum um kl. 23 í gærkvöldi og þá kom fljótt í ljós að það þyrfti að kalla til þyrlu, þar sem einn úr hópnum hafði runnið til og slasað sig á fæti.

„Það var einn slasaður ásamt því að gönguhópurinn fann ekki leiðina af jöklinum og var orðið fóta fúið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Hættulegar aðstæður

Vegna erfiðra aðstæðna voru síðan allir ferjaðir með þyrlunni, bæði göngufólk og björgunarsveitarfólk. „Þetta voru hættulegar og krefjandi aðstæður,“ bætir Ásgeir við.

Hópurinn lenti þá í Freysnesi og síðan var sá slasaði fluttur á sjúkrahúsið við Höfn í Hornafirði.

Ásgeir segir útkallið gott dæmi um sterkt samstarf Landhelgisgæslunnar og Landsbjargar.

Þegar björgunarsveitarfólk mætti á vettvang ákváðu þau að kalla út …
Þegar björgunarsveitarfólk mætti á vettvang ákváðu þau að kalla út þyrluna. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert