Ærnar drápust líka vegna kulda

Búfénaður.
Búfénaður. mbl.is/Atli Vigfússon

Óvissa er um hversu miklu tjóni bændur hafa orðið fyrir í vetur og í vor. Víða eru miklar kalskemmdir í túnum, jarðvegurinn blautur og svo tók verra við þegar snjóaði og frysti á Norður- og Austurlandi í byrjun mánaðarins. Bændasamtökin funduðu með ráðherra strax í kjölfar óveðursins og fengu góð fyrirheit um bætur, að sögn Örvars Þórs Ólafssonar, starfandi framkvæmdastjóra Bændasamtakanna.

Hann segir að fjárdauði hafi verið talsverður en tölur liggi ekki fyrir.

Örvar Þór Ólafsson.
Örvar Þór Ólafsson.

„Það voru ekki bara lömb sem drápust heldur líka ærnar sem eru vetrarrúnar og ekki tilbúnar í svona veður. Fleiri þættir eiga eftir að koma fram eins og hvort þetta bakslag geti haft áhrif á fallþunga lamba í haust þar sem hvert einasta kíló skiptir máli í afkomu bændanna,“ segir Örvar Þór.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert