Beint: Slökkviliðið berst við hraunflæðið

Slökkvilið Grindavíkur hóf fyrst hraunkælingu við Svartsengi á þriðjudag.
Slökkvilið Grindavíkur hóf fyrst hraunkælingu við Svartsengi á þriðjudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið Grindavíkur hefur undanfarna daga unnið að hraunkælingu við varnargarðana við Svartsengi. Hægt er að fylgjast með slökkviliðinu í beinu streymi á vefmyndavél mbl.is sem staðsett er á Þorbirni og snýr að Svartsengi. 

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð í gærkvöldi þegar þrjár hraun­spýj­ur fóru að fikra sig yfir varn­argarðana fyrir ofan Svartsengi á svipuðum stað og gerst hafði á þriðjudag. 

Ákveðið var að hefja hraunkælingu með það að markmiði að hægja á streyminu. Auk slökkviliðsins eru á svæðinu nokkrar jarðýtur og jarðvinnuvélar sem vinna að því að ýta jarðvegi upp í garðinn.

Hægt er að fylgjast með störfum slökkviliðsins í beinu streymi hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert