Meginþungi hraunrennslis í átt að varnargörðum

Hraunkæling hófst aftur í gærkvöldi.
Hraunkæling hófst aftur í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meginþungi hraunrennslis frá eldgosinu við Sundhnúkagíga virðist fara í átt að varnargörðunum við Svartsengi en í fyrrinótt rann það í austurátt út frá gígnum.

Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð fyrr í gærkvöldi þegar þrjár hraunspýjur fóru að fikra sig yfir varnargarðana á svipuðum stað og á þriðjudag. Að sögn Elísabetar hefur önnur spýja ekki bæst við. Hún segir jafnframt líta út fyrir að hraunið farið hægt yfir.

Varðandi eldgosið segir hún skyggni hafa verið takmarkað í grennd við gíginn fram að miðnætti. Í nótt skvettist úr honum líkt og síðustu nætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert