Stórvirkar vinnuvélar leggja Kató í eyði

Kató í Hafnarfirði.
Kató í Hafnarfirði. mbl.is/KHJ

Niðurrif er nú í fullum gangi á byggingunni sem áður hýsti skóla St. Jósefssystra í Hafnarfirði og þekkt hefur verið undir heitinu Kató. Hús þetta hefur árum saman staðið autt og í niðurníðslu. Var m.a. búið að krota á útveggi, brjóta rúður og valda öðrum skemmdum. Þeir eru því eflaust margir sem gleðjast nú þegar stórvirkar vinnuvélar jafna Kató við jörðu.

Fram kom hér í Morgunblaðinu í maí síðastliðnum að til stæði að reisa á lóðinni tvö einbýlishús og eitt keðjuhús sem í verða alls 15 íbúðir. Mun ásýnd Suðurgötu því taka miklum breytingum á komandi mánuðum.

Kató var reist á árunum 1937-38 eftir uppdráttum Einars Erlendssonar húsameistara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert