Einn hreppti rúmar 55 milljónir

Fyrsti vinningur gekk út.
Fyrsti vinningur gekk út. mbl.is/Golli

Fyrsti vinningur í Lottó, sem nemur rúmum 55 milljónum króna, gekk út í kvöld. Einn heppinn miðaeigandi var með allar tölur réttar en sá keypti miðann á lotto.is.

Þá skipta þrír á milli sín öðrum vinningi og fær hver rúmar 272 þúsund krónur í sinn hlut. Einn miði var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, einn í Lottó-appinu og einn á lotto.is.

Aðra sögu er að segja af fyrsta vinningnum í Jókernum sem gekk ekki út að þessu sinni. Fjórir skipta þó með sér öðrum vinningnum. Einn var keyptur í Björkinni á Hvolsvelli, einn í Lottó-appinum og tveir miðar voru í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert