Frá Austurbæjarskóla út í geim

Bjarni Tryggvason, efstur til vinstri, um borð í geimferjunni Discovery …
Bjarni Tryggvason, efstur til vinstri, um borð í geimferjunni Discovery í ágúst 1997. Við hlið hans eru Stephen K. Robinson og Curtis L. Brown. Fyrir neðan f.v. eru Robert L. Curbeam, N. Jan Davis og Kent V. Rominger. Ljósmynd/NASA

Íslendingar hafa löngum verið stoltir af sínu fólki og þeirra verkum á íslenskri grundu jafnt sem erlendri. Bjarni Tryggvason er gott dæmi um þetta.

Afrek hans náðu út fyrir jarðarkringluna en hann var sem kunnugt er geimfari. Var hann í áhöfn geimferjunnar Discovery sem skotið var á loft 7. ágúst 1997. Fjallaði Morgunblaðið ítarlega um atburðinn, bæði fyrir og eftir flugtak.

Fæddur og uppalinn á Íslandi

Bjarni fæddist árið 1945 á Íslandi og ólst þar upp til sjö ára aldurs áður en fjölskylda hans fluttist búferlum til Nova Scotia og síðar til Vancouver í Kanada. Foreldrar hans voru Svavar Tryggvason skipstjóri, ættaður úr Svarfaðardal, og Sveinbjörg Haraldsdóttir kennari frá Ísafirði. Var hann yngstur sjö systkina.

Þótt Bjarni hafi flutt ungur út til Kanada og verið geimfari Kanadísku geimferðastofnunarinnar (CSA) gleymdi hann ekki landinu sem fóstraði hann og forfeður hans. Í langferðina hafði hann meðferðis íslenska fánann og var spenntur að sjá landið sitt á ný, nú frá nýju sjónarhorni. „Þangað mun ég mæna og reyna að sjá gömlu ættjörðina, sem ég hef ekki séð frá því að ég flutti til Kanada sjö ára gamall.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert