Fundu 1.703 kannabisplöntur og 22 lítra af landa

Í fórum mannsins fundust 1.703 kannabisplöntur.
Í fórum mannsins fundust 1.703 kannabisplöntur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Rihards Janson í þriggja ára fangelsi fyrir framleiðslu á kannabisefnum og umfangsmikið peningaþvætti.

Við húsleit lögreglu í íbúð Richards fundust samtals 1.703 kannabisplöntur, 1.799 grömm af kannabislaufum og 1.475 grömm af maríhúana. Þá haldlagði lögregla einnig 22 lítra af landa auk annars búnaðar sem notaður var til ræktunar. 

Þá var Richard einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti, en á tímabilinu 1. júlí 2018 til og með 2. júlí 2021, aflaði hann um 20 milljóna króna með sölu og dreifingu fíkniefna sem voru m.a. afrakstur hans eigin kannabisræktunar.

Þótti óaðfinnanlegur starfsmaður

Maðurinn játað brot sín fyrir dómi, en við dómskvaðningu var tekið tillit til umsagnar frá yfirmanni ákærða. Í henni kom fram að Richard væri framúrskarandi og ábyrgur starfsmaður sem sýndi óaðfinnanlega framkomu í garð annarra starfsmanna.

Þótti það benda til þess að hann hefði þannig snúið við blaðinu, en aftur á móti var ekki talið réttlætanlegt að líta framhjá því magni fíkniefna fannst í fórum mannsins, og var hann að auki þriggja ára fangelsisvistar dæmdur að greiða 1.878.080 krónur í sakakostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert