Mikill viðbúnaður vegna alvarlegrar líkamsárásar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni í Kópavogi barst á ellefta tímanum í gærkvöld tilkynning um alvarlega líkamsárás þar sem vopni var beitt.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglan hafi verið með mikinn viðbúnað vegna málsins og var gerandinn handtekinn skammt frá vettvangi. Fram kemur að rannsókn málsins miðið vel.

Fjórir aðilar eru grunaðir um líkamsárás í hópslagsmálum í miðbænum á fjórða tímanum í nótt og telur lögreglan sig hafa upplýsingar um aðila sem stóðu í áflogunum og verður tekin skýrsla af þeim síðar.

Lögreglunni á stöð 1 barst tilkynning um innbrot á veitingastað í miðbænum. Þar hafði gluggi verið spenntur upp og einhverjum fjármunum stolið.

Þá barst lögreglunni á stöð 1 tilkynning klukkan 00:43 um aðila sem hafði verið staðinn að þjófnaði í verslun og að ráðast að öryggisverði í versluninni ásamt því að hóta honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert