Ranghugmyndir festa sig í sessi

Roberto Luigi Pagani
Roberto Luigi Pagani mbl.is/Eyþór Árnason

„Íslenska menningin er alveg nógu falleg eins og hún er. Það þarf ekki að breyta henni,“ segir ítalski miðaldafræðingurinn Roberto Luigi Pagani, sem býr hér á landi.

„Það er þróun í samfélaginu – ég sé hana líka á Ítalíu – sem mér finnst persónulega ekki mjög jákvæð, sem er að túristar koma hingað með alls kyns ranghugmyndir og Íslendingar eru farnir að taka þessar hugmyndir upp. Alls konar ranghugmyndir um víkinga eru til dæmis víða að festa sig í sessi, líka hjá Íslendingum. Þannig að skilningur á fortíðinni er dálítið að tapast, nema hjá fræðimönnum. Þetta finnst mér synd,“ segir Roberto en ítarlegt viðtal er við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

„Mér finnst mikilvægt að takast á við ranghugmyndir og falsanir. Í útlöndum er mikið talað um álfatrú Íslendinga en stór hluti af þjóðtrúnni snýst ekki um álfa heldur drauga og samkvæmt könnunum trúa Íslendingar fremur á drauga en álfa. Þróunin er hins vegar þannig að fleiri Íslendingar segjast trúa á álfa en áður. Lítil hús sjást víða í görðum á Íslandi og fólk er farið að trúa að þetta séu álfahús sem er bara bull. Ég hef heyrt íslenska leiðsögumenn benda á þessi hús og segja við erlenda ferðamenn: Þarna búa álfar. Þessi hús eru bara skraut en það þykir ekki nógu skemmtilegt að segja ferðamönnum það,“ segir Roberto.

Innan skamms koma út á ítölsku hjá Mondadori, einu virtasta bókaforlagi Ítalíu, þýðingar hans á þjóðsögum úr safni Jóns Árnasonar. 

Rætt er ít­ar­lega við hann í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert