Sameina Skagabyggð og Húnabyggð

Skjaldamerki Húnabyggðar og Skagabyggðar.
Skjaldamerki Húnabyggðar og Skagabyggðar. Mynd/Húnabyggð

Meirihluti íbúa Skagabyggðar og Húnabyggðar kaus með sameiningu sveitarfélaganna tveggja og verða þau því sameinuð 1. ágúst. 

Þetta sýna niðurstöður kosninga sem birtar voru á heimasíðu sveitarfélags Húnabyggðar fyrir skömmu. 

Kjörsókn með besta móti í Skagabyggð 

Kjörsókn var með besta móti í Skagabyggð þar sem alls greiddu 62 atkvæði eða 92,5% kjörgengra íbúa. 47 greiddu atkvæði með sameiningu en 15 á móti.

Það er óhætt að segja að kjörsókn hafi ekki verið jafn góð í Húnabyggð þar sem einungis 355 greiddu atkvæði eða 37,1% íbúa.

317 greiddu atkvæði með sameiningu en 36 á móti. Þá voru auðir og ógildir seðlar tveir talsins. 

Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að niðurstöðurnar séu birtar með fyrirvara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert