Sex teknir fyrir ölvunarakstur í morgun

Annasamt var hjá lögreglunni í nótt.
Annasamt var hjá lögreglunni í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Annasamt var hjá lögreglunni víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í nótt en voru til að mynda sex ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur í morgunsárið.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað á vinnusvæði í Hlíðunum í nótt en einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnað í miðbæ Reykjavíkur.

Þá var óvelkominn aðili í fyrirtæki í Múlahverfi vistaður í fangaklefa og þjófnaður framinn í verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfinu.

Þjófnaður, erjur og sprautunálar

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í fyrirtæki í Garðabæ og barst þá einnig tilkynning um að sprautunálar hefðu fundist við Hvaleyrarvatn.

Lögreglunni barst svo tilkynning um heimiliserjur í Mosfellsbæ og skemmdarverk á bifreið í hverfi 113 í Reykjavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert