Lilja Rafney yfirgefur VG vegna svika flokksins

Lilja Rafney Magnúsdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir mbl.is/Sigurður Bogi

Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum vegna svika flokksins við eigin sjávarútvegsstefnu.

Þetta kemur fram í grein sem hún birti á vef bb.is í gær eftir að þingmenn flokksins greiddu atkvæði með frumvarpi um kvótasetningar á grásleppu.

„VG er að færa grásleppuna yfir í gjafakvótakerfið í nafni sérhagsmuna og almannahagsmunir og stjórnarskrávarin atvinnuréttindi eru fótum troðin. Ekkert í verndun fiskistofna kallar á kvótasetningu með framsali né heldur það að fénýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í þágu fjármagnseigenda,“ segir Lilja Rafney meðal annars í greininni.

„Þar tók steininn úr þegar VG samþykkti við þinglok frumvarp um kvótasetningu og framsal á Grásleppu og tók þar með upp stefnu stefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjávarútvegsmálum,“ segir Lilja ennfremur.

Kveð VG með sorg

Lilja segir að Vinstri grænir hafi verið með matvælaráðuneytið þetta kjörtímabil og ekkert hafi verið gert til að styrkja strandveiðar eða efla félagslega hluta kerfisins heldur þvert á móti hafi tíminn verið nýttur í vinnu fjölmennar auðlindanefndar sem ekkert hafi komið út fyrir þá minnstu í kerfinu, félagslega hlutann og strandveiðarnar.

„Ég kveð VG með sorg í hjarta en er þakklát fyrir margt gott sem VG hefur staðið fyrir og komið í verk sem ekki er sjálfgefið í ólgusjó stjórnmálanna þau12  ár sem ég sat á Alþingi . Ég var ein af stofnfélögum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og hef lagt mitt af mörkum í flokksstarfinu síðustu 25 árin en finn að ég á ekki samleið lengur með flokksforystunni þó stefna VG sé um margt mjög góð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert