Segir ríkisstjórnina hafa styrkst

Bjarni Benediktsson birti færsluna í gærkvöldi á Facebook.
Bjarni Benediktsson birti færsluna í gærkvöldi á Facebook. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kveður ríkisstjórnina hafa styrkst í kjölfar vantrausttillaga og neikvæða ummæla í hennar garð á þinginu.

Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans þar sem forsætisráðherrann segir stjórnina hafa lokið miklum fjölda mála í gærkvöldi þegar þingi var frestað fram til hausts.

Hann nefnir þar á meðal breytingar á útlendingalögum, breytingar á örorkabótakerfinu og málíðir fyrir alla í grunnskólum sem „dæmi af afkastamiklu þingi.“

„Allt er þetta að ganga samkvæmt áætlun“

Bjarni segir að við endurnýjun samstarfs flokkanna í vor hafi stjórnin sagst ætla að leggja áherslu á útlendingamál, orkumál, efnahagsmál, breytingar á örorkubótakerfinu og lögreglulög.

„Allt er þetta að ganga samkvæmt áætlun. Hrakspár um annað leysast upp og verða að engu hér á þinginu í kvöld, þegar afrakstur þingstarfanna liggur fyrir,“ bætir hann við.

Mál á borð við samgönguáætlun og lagareldið, sem frestast, koma að sögn Bjarna, aftur fyrir þingið í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert