Víða skúrir á landinu í dag

Það verða víða skúrir á landinu í dag.
Það verða víða skúrir á landinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag verður suðvestan 8-13 m/s en hægari norðvestan til framan af degi. Víða verða skúrir en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hitinn á landinu verður 8 til 15 stig og verður hlýjast austanlands.

Á morgun verður sunnan og suðvestan átt. Áfram verða skúrir en yfirleitt bjart norðaustantil.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að skil sem komu með rigningu í gær og í nótt eru að fara til norðurs frá landinu. Vindurinn snýst í suðvestan átt með skúrum en léttir til á Norðausturlandi. 

Það verður mjög svipað veður næstu daga. Suðvestanátt og skúrir um mest allt land en yfirleitt bjart norðaustanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert