Hótaði að pissa á starfsmann verslunar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst þó nokkrar tilkynningar í dag um fólk sem datt eða hrasaði víðsvegar um borgina og hlaut ýmiskonar áverka. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Aðili pissar á glugga verslunar

Þá barst lögreglunni tilkynningu um einstakling sem hótaði að pissa á starfsmann verslunar í miðbænum. Honum var vísað út en þar pissaði viðkomandi á glugga verslunarinnar.

Í Garðabæ var einstaklingum sem var búinn að tjalda en honum var vísað burt.

Innbrot og þjófnaður í verslanir

Nokkuð var um innbrot en ein tilkynning barst um innbrot í geymslu í Breiðholti og þá var innbrot í bifreið í Árbæ. Einnig var tilkynnt um húsbrot og nytjastuld á farartæki í Kópavogi.

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í Múlahverfi og Kópavogi.

Grunsamleg taska og mannaferðir

Í Kópavogi var einnig tilkynnt um grunsamlega tösku en við skoðun var aðeins að sjá plástra og sárabindi.

Einnig var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Árbæ en það reyndust menn á leið til vinnu. „Ekkert fyrir lögreglu“, segir í dagbókinni.

Ágreiningur var á milli leigusala og leigutaka í Hlíðahverfi og ósætti milli húsráðenda í Breiðholti. Óboðinn gestur gekk inn í fyrirtæki í Vogahverfi og þá var óvelkominn einstaklingur með ónæði við heimahús í Grafarholti.

Í Breiðholti var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi og annan sem var ber að ofan inn á stigagangi, en sá var farinn af vettvangi er lögreglu bar að garði.

Loks var tilkynnt um nálar og sprautur nálægt matjurtagörðum í Breiðholti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka