Röð upp á Laugaveg: Sumir búnir að bíða frá hádegi

Um fimmleytið beið hátt í hundrað manns í röðinni sem …
Um fimmleytið beið hátt í hundrað manns í röðinni sem náði upp á Laugarveg. Ljósmynd/66°Norður

Löng röð byrjaði að myndast í Hjartagarðinum upp úr hádegi í dag við verslun 66°Norður. Um fimmleytið biðu hátt í hundrað manns í röðinni sem náði upp á Laugaveg.

Ástæða þess að fólk lagði á sig að bíða er ný samstarfslína 66°Norður og Reykjavik Roses sem var kynnt í verslun 66°Norður á Laugavegi 17 klukkan 18:00 í dag.

Skemmdarverk hluti af markaðssetningu

Í tilkynningu segir að 66°Norður og Reykjavík Roses hafi farið nýjar leiðir í markaðssetningu á nýju línunni þegar verslun 66°Norður á Laugavegi 17 var gröffuð af Reykjavík Roses undir þeim ályktunum að framið hefði verið skemmdarverk.

Það kom svo í ljós að uppátækið væri sviðsett þegar að fyrirtækin tilkynntu samstarf þann 28. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert