Lögregla rannsakaði „sterka nálykt“

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um „sterka nálykt“ í íbúðarhverfi. 

Í dagbók lögreglu kemur fram að lögregla fór á vettvang og rannsakaði málið. 

Lögregla rak lyktina að grenndargámi sem hafði ekki verið tæmdur lengi. Því var um að ræða sorplykt en ekki nálykt. 

Lögreglu barst einnig tilkynning um einstakling sem var að reyna brjóta sér leið inn í sameign. Lögregla mætti á staðinn og vísaði einstaklingnum á brott eftir tiltal. Engar kröfur voru gerðar. 

Þá barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á veitingastað.

Brotaþolar eru fjórir einstaklingar en gerendur voru farnir af vettvangi er lögreglu bar að garði. Málið er nú í rannsókn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert