Laugavegsspár með gervigreind

Landmannalaugar eru einn mest sótti viðkomustaður á hálendinu og þá …
Landmannalaugar eru einn mest sótti viðkomustaður á hálendinu og þá ekki síst meðal fjallgöngumanna, en þar hefja einmitt margir göngu um Laugaveginn, mbl.is/RAX

„Við fyrstu sýn virðist okkur sem veðurspár okkar fyrir Laugaveginn gangi býsna nærri veruleikanum. Slíkt er ánægjulegt, sé horft til þess að í raun gönguleiðin nokkur veðursvæði þar sem aðstæður eru ólíkar,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Í gær fór í loftið á blika.is sérstök veðurspá fyrir Laugaveginn; leiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Leið þessi, sem er 54 km löng, fer hæst í 1.050 metra hæð yfir sjó við Hrafntinnusker. Eins og við má búast getur verið allra veðra von í slíkri hæð inni á reginfjöllum, jafnvel þótt um hásumar sé. Þarna getur stundum verið slydda og hiti nærri frostmarki í júlímánuði.

Oftast er veðurfar á þessum slóðum betra en að framan er lýst þegar lægra í landið kemur, en eigi að síður er göngufólk í ljósi reynslunnar alltaf hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað. Slíkar spár hafa til þessa þó alltaf verið mjög takmarkaðar, enda á litlu að byggja. Með gervigreindartækni er það þó mögulegt nú.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert