20 gráða hiti klukkan 20

Frá Borgarfirði eystri.
Frá Borgarfirði eystri. mbl.is/Skúli Halldórsson

Hiti náði nær 25 stigum þar sem hann mældist mestur á landinu í dag, en það var á Egilsstaðaflugvelli að þessu sinni.

Var þar 24,8 gráða hiti síðdegis í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar.

Næstmesti hitinn mældist í Bakkagerði á Borgarfirði eystri, en þar náði hann 23,4 gráðum.

Mældist þar enn um 20 gráða hiti þegar klukkan sló 20 í kvöld.

Hiti í Reykjavík náði mest rúmum tólf gráðum upp úr hádegi. Á Akureyri mældist tæplega nítján gráða hiti á sama tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert