Bankasýsla ríkisins verði brátt lögð niður

Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins. mbl.is/Hákon

Til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Banka­sýslan hef­ur verið starf­rækt mun leng­ur en áætlað var.

Greint var frá þessu fyrst í ViðskiptaMogganum í dag en fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda drög til um­sagn­ar að frum­varpi þar sem lagt er til að sér­stök lög sem nú gilda um Banka­sýslu rík­is­ins verði felld úr gildi.

Fram kem­ur að um sé að ræða litla stofn­un með lág­marks­starf­semi sem hafi að mestu lokið þeim verk­efn­um sem henni var ætlað. Ekki þykir for­svar­an­legt að starf­rækja stofn­un­ina áfram og eru áformin í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­flokka frá ár­inu 2022.

Bankasýsan reglulega vakið athygli

Banka­sýsl­an og stjórn henn­ar hafa talsvert verið í sviðsljós­inu á síðustu árum í tengsl­um við sölu á hluta rík­is­ins í Íslands­banka og skýrslu rík­is­end­ur­skoðunar um sölu­ferlið.

Nú síðast vakti Bankasýslan mikla athygli í deilum sínum við bankaráð Landsbankans vegna kaupa Landsbankans á TM.

Banka­sýsla rík­is­ins var stofnuð með fyrr­greind­um lög­um árið 2009 en hún fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og legg­ur þeim til fé fyr­ir hönd rík­is­ins á grund­velli heim­ilda í fjár­lög­um.

Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að stofn­un­in myndi ljúka hlut­verki sínu á fimm árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert