Ekki sanngjarnt fyrir börnin

Ásdís segir sláandi að þetta sé þróun sem hófst árið …
Ásdís segir sláandi að þetta sé þróun sem hófst árið 2009. mbl.is/Hari

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar segist ætla að axla ábyrgð sem bæjarstjóri og bregðast við vanda grunnskólakerfisins. Hún segir sveitarfélögin vera í aðstöðu til að gera breytingar en að stjórnvöld verði líka að bregðast við stöðunni.

Íslenskir nemendur standa lakar en öll önnur evrópsk ungmenni, fyrir utan grísk, í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri samkvæmt PISA-könnuninni.

„Ég mun annars vegar sem bæjarstjóri bregðast við og gera breytingar innan sveitarfélagsins en jafnframt benda á það sem stjórnvöld geta gert til að bregðast við,“ segir Ásdís í samtali við Morgunblaðið. Hún hefur boðað heimsóknir í skóla Kópavogs og samtal við kennara og stjórnendur.

Eðlileg krafa að sveitarfélög fái niðurstöður

Ásdís segir sláandi að þetta sé þróun sem hófst árið 2009 og hafi fengið að viðgangast í allt of langan tíma án þess að reynt sé að ráðast á rót vandans.

Enginn marktækur mælikvarði sé á námsárangur barna um leið og einkunnaverðbólga virðist ríkja víða sem sé ekki sanngjarnt fyrir nemendur. Aðspurð segir Ásdís það eðlilega kröfu hjá sveitarfélögum að fá niðurstöður PISA-könnunarinnar og bendir á að ríkin sem skora hæst í henni upplýsi skólana sína um árangurinn, eins og Morgunblaðið greindi frá í desember.

Hún segist jafnframt vilja að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sem tók við af Menntamálastofnun, horfi til þess hvernig hægt verði að taka aftur upp marktækt mat á árangri barna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert