Grafreitur í Úlfarsfelli tilbúinn 2024

Grafreiturinn nýi er á uppfyllingu í Úlfarsfelli.
Grafreiturinn nýi er á uppfyllingu í Úlfarsfelli. mbl.is/Sigurður Bogi

Mold sem til fellur af framkvæmdasvæðum á höfuðborgarsvæðinu er um þessar mundir gjarnan ekið í nýjan grafreit í suðvesturhlíðum vesturhliðar Úlfarsfells. Svæði þetta er skammt fyrir ofan byggingavöruverslun Bauhaus ofan við Vesturlandsveg. Rými til greftrunar á kistum í núverandi grafreitum í Reykjavík er nú senn á þrotum, en rúm fjörutíu ár eru síðan fyrst var jarðsett í Gufuneskirkjugarði.

Nærri skógræktarsvæði

Nokkurt svæði í Úlfarsfelli var tekið undir grafreit, það er spilda sem er rétt sunnan við landamörk Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Þetta er Reykjavíkurmegin á svæðinu en nærri er skógræktarsvæðinu í Hamrahlíð sem tilheyrir Mosfellsbæ.

Alls verður kirkjugarðurinn nýi 22,5 hektarar. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert