Mál Wolt liggur hjá ákærusviði

Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort lagðar verði …
Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort lagðar verði fram ákærur. Ljósmynd/Wolt

Lögreglan hefur ekki ákveðið hvort starfsmenn sem störfuðu án atvinnuréttinda hjá heimsendingafyrirtækinu Wolt verði ákærðir. Þetta segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að rannsókn lögreglunnar sé lokið en málið liggi nú hjá ákærusviði til meðferðar.

Wolt hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan í maí vegna einstaklinga sem starfa hjá fyrirtækinu án atvinnuleyfis. Þá eru dæmi um að undirverktakar hjá Wolt, sem eru með atvinnuréttindi á Íslandi, leigi út réttindi sín til annarra einstaklinga sem eru ekki með atvinnuleyfi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert