Skipstjóri og stýrimaður Longdawn ákærðir

Tveir skipverjar flutningaskipsins Longdawn hafa sætt farbanni vegna rannsóknar á …
Tveir skipverjar flutningaskipsins Longdawn hafa sætt farbanni vegna rannsóknar á málinu. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Búið er að gefa út ákæru í máli er varðar árekstur flutn­inga­skips­ins Longdawn og strand­veiðibáts­ins Höddu. Verður málið þingfest fyrir dómi og ákæra birt á morgun.

Þingfest verður fyrir Héraðsdómi Reykjaness kl. 13 á morgun en Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að búið sé að gefa út ákæru í málinu.

Kveðst hann þó ekki geta upplýst um efnistök ákærunnar fyrr en hún hafi verið formlega birt fyrir ákærðu á morgun.

Farbann í nærri tvo mánuði

Tveir skip­verj­ar Longdawn hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu og hafa sætt farbanni frá því í maí vegna rannsóknarhagsmuna.

Bát­ur­inn Hadda sökk norðvest­ur af Garðskaga 16. maí og voru skipstjóri og stýrimaður skipsins Longdawn hand­tekn­ir vegna gruns um að hafa yf­ir­gefið mann í sjáv­ar­háska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert