Verðmætum stolið í innbroti í heimahús

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni barst tilkynning innbrot í heimahús í hverfi 105 í Reykjavík. Lögreglan fór á vettvang og í ljós kom að talsverðum verðmætum hafði verið stolið. Málið er í rannsókn.

Vítaverður akstur

Tilkynnt var um vítavert aksturslag í hverfi 105. Lögregla sinnti málinu og hafði uppi á bifreiðinni. Ökumaðurinn reyndist vera í annarlegu ástandi og var hann handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum sínum. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Nokkuð um aðstoðarbeiðnir

Ökumaður var handtekinn í hverfi 104 grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls voru 54 mál skráð hjá lögreglunni á þessu tímabili. Nokkuð var um aðstoðarbeiðnir vegna fólks í annarlegu ástandi og veikinda.

Slys á rafmagnshlaupahjóli

Tilkynnt var um rafmagnshlaupahjólaslys í miðborginni. Einn var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar með minniháttar meiðsli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert