Björguðu vélarvana seglskútu við Raufarhöfn

Björgunarbáturin sigldi með skútuna í höfn um kl. 17 í …
Björgunarbáturin sigldi með skútuna í höfn um kl. 17 í dag. Ljósmynd/Karítas Ríkharðsdóttir

Björgunarsveitir aðstoðuðu í dag vélarvana seglskútu á Raufarhöfn. Fjórir voru um borð í skútunni, sem var dregin að höfn í tógi.

„Við vorum að aðstoða skútu sem var í smá vandræðum við innsiglinguna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg í samtali við mbl.is. „Það var engin brýn neyð í verkefninu við fyrstu boðun.“

Skútan er erlend en kom frá Hafnarfjarðarhöfn þegar hún varð vélarvana. Bátarnir lentu við höfnina um kl. 17:03 í dag.

„Þetta eru hefðbundin verkefni sem við erum að sinna þegar veður eru válynd,“ segir Guðbrandur enn fremur.

Björgunarskipið Gunnbjörg dregur skútuna í land.
Björgunarskipið Gunnbjörg dregur skútuna í land. Ljósmynd/Karítas Ríkharðsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert