Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir pólitískt ofbeldi algjörlega óásættanlegt. Hugur hennar er hjá þeim sem særðust í skotárásinni á kosningafundi Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Pennsylvaníuríki í gær.
Þórdís skrifar á samfélagsmiðilinn X að árásin hafi verið hörmuleg.
Trump særðist á eyra í árásinni. Alríkislögreglan rannsakar málið sem banatilræði. Auk árásarmannsins lést einn gestur á fundinum í árásinni. Tveir aðrir eru alvarlega særðir.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra óskaði Trump fyrr í dag skjóts bata.
Last night’s shooting attack on former President Trump was tragic and appalling. Political violence is absolutely unacceptable and must never be normalized.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) July 14, 2024
My thoughts are with all those affected and their families.