Bátur vélarvana við Viðey

Báturinn varð vélarvana við Viðey á öðrum tímanum í dag. …
Báturinn varð vélarvana við Viðey á öðrum tímanum í dag. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Landhelgisgæslan var kölluð út á öðrum tímanum í dag vegna báts sem varð vélarvana við Viðey. Litlu munaði að bátinn hefði rekið á land. 

Þetta segir Jóhann Eyfeld, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is. 

Ekki er vitað hversu margir eru um borð í bátnum en engin hætta er talin vera á ferð eins og staðan er núna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert