Hitinn hefur náð sér vel á strik í Suður-Þingeyjarsýslu í dag og hefur náð að komast yfir 24 stig.
Eftir hádegi var 24,3 stiga hiti á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 23,6 stiga hiti á Reykjum í Fnjóskadal og 23,3 stiga hiti mældist á Fljótsheiði.
Á hálendinu er einnig hlýtt i veðri en hitamælirinn við Kröflu sýndi 21,4 stig, á Svartárkoti var hitinn klukkan 14 kominn í 20,3 og á Öxnadalsheiði 21,1.
Minnkandi líkur eru á að hitinn nái að rjúfa 20 stiga múrinn næstu daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands en þar segir þó að það geti helst gerst í innsveitum fyrir norðan.