Þröng á þingi í Sundahöfn

Skemmtiferðaskip og gámaflutningaskip í Sundahöfn.
Skemmtiferðaskip og gámaflutningaskip í Sundahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Það var þröng á þingi í Sundahöfn í Reykjavík í gær þegar þrjú skemmtiferðaskip lágu þar við bryggju auk gámaflutningaskipa.

Þessa dagana eru skemmtiferðaskip í höfninni algeng sjón en gert er ráð fyrir að vel á þriðja hundrað slíkra skipa komi til höfuðborgarinnar í sumar og flytji yfir þrjú hundruð þúsund farþega.

Heldur þrengra hefur verið um þjónustu við skipin við Skarfabakka og Korngarð en í fyrra þar sem bygging farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna er hafin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert