Ætla ekki að hugsa um mánudaginn

Draupnir Jarl Kristjánsson, Hilmar Örn Stefánsson, Stefán Daðason og Embla …
Draupnir Jarl Kristjánsson, Hilmar Örn Stefánsson, Stefán Daðason og Embla Ýr Pétursdóttir. Eyþór Árnason

Draupnir Jarl Kristjánsson, Hilmar Örn Stefánsson, Stefán Daðason og Embla Ýr Pétursdóttir, segjast ekkert stressuð fyrir veðrinu sem spáð er á Þjóðhátíð um helgina.  

Blaðamenn mbl.is hittu á þau í Landeyjahöfn þegar þau biðu eftir Herjólfi. 

Erfiður mánudagur

Þau koma frá Dalvík, Akureyri og Hauganesi og ætla að vera í Vestmannaeyjum fram á mánudag og gista í íbúð.

Hverju eruð þið spenntust fyrir?

„Rottweiler,“ segir Hilmar. „Að deyja í brekkunni,“ segir Stefán og Draupnir segir „ég verð að vera sammála Stebba þarna.“

Þau segjast eiga ferð í Herjólf til baka á mánudeginum klukkan 23 og skellihlæja. 

„Það verður erfiður mánudagur, en við hugsum ekki um hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert