Egill Aaron Ægisson
egillaaron@mbl.is og Valgerður Laufey Guðmundsdóttir vally@mbl.is
Draupnir Jarl Kristjánsson, Hilmar Örn Stefánsson, Stefán Daðason og Embla Ýr Pétursdóttir, segjast ekkert stressuð fyrir veðrinu sem spáð er á Þjóðhátíð um helgina.
Blaðamenn mbl.is hittu á þau í Landeyjahöfn þegar þau biðu eftir Herjólfi.
Þau koma frá Dalvík, Akureyri og Hauganesi og ætla að vera í Vestmannaeyjum fram á mánudag og gista í íbúð.
Hverju eruð þið spenntust fyrir?
„Rottweiler,“ segir Hilmar. „Að deyja í brekkunni,“ segir Stefán og Draupnir segir „ég verð að vera sammála Stebba þarna.“
Þau segjast eiga ferð í Herjólf til baka á mánudeginum klukkan 23 og skellihlæja.
„Það verður erfiður mánudagur, en við hugsum ekki um hann.“