Hópur unglinga slóst við hóp vinnumanna

Drengirnir trufluðu menn sem voru við vinnu að mála bílastæði …
Drengirnir trufluðu menn sem voru við vinnu að mála bílastæði fyrir framan Mjóddina. mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna slagsmála á milli hóps unglinga og fullorðinna manna sem voru við málningarvinnu á bílastæðum við Mjóddina í Breiðholti.

Lög­reglu barst tilkynn­ing um slags­málin klukka 22.14 í gærkvöldi, en sérsveit ríkislögreglustjóra veitti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu stuðning.

„Þarna voru menn við vinnu og ungir drengir að trufla þá,“ segir Gunnar í samtali við mbl.is. Ungu drengirnir hafi kallað á fleiri ungmenni og einhverjar stympingar hafi orðið í kjölfarið.

Lög­regla ræddi við þá sem þarna voru. Það hugðist þó eng­inn kæra og þar við sat.

Sérsveitin aðstoðaði

Sérsveitin var ekki kölluð til vegna neinnar sérstakrar ógnar, en enginn þeirra sem að slagsmálunum komu voru vopnaðir, að sögn Gunnars Hilmarssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Sérsveitin hefur komið þeim til aðstoðar, en þeir voru ekki kallaðir út sérstaklega. Það er nú oft þannig að þeir koma og bakka okkur upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert