„Það er ekki til vont veður á Þjóðhátíð bara illa klætt fólk“

Jóna Mist Márusdóttir, Anna Elísa Axelsdóttir og Dagbjört Lind Díönudóttir …
Jóna Mist Márusdóttir, Anna Elísa Axelsdóttir og Dagbjört Lind Díönudóttir eru að fara að upplifa Þjóðhátíð í fyrsta skipti. Eyþór Árnason

Vinkonurnar Anna Elísa Axelsdóttir, Jóna Mist Márusdóttur og Dagbjört Lind Díönudóttir eru allar að fara í fyrsta skiptið á Þjóðhátíð og búnar að máta sérstaka fatasamsetningu fyrir hvern dag.

Blaðamenn mbl.is hittu á þær í Landeyjahöfn þegar þær biðu eftir Herjólfi.

Þær segjast rosalega spenntar að upplifa Þjóðhátíð í fyrsta skiptið og ætla að vera fram á mánudag.

Algjör draumur að gista í húsi

Þær segjast fyrst hafa ætlað að gista í tjaldi en hafi síðan fengið boð um að gista í húsi. „Algjör draumur.“

Dagbjört kom alla leið frá Danmörku, Anna frá Hvammstanga og Jóna frá Hafnarfirði.

„Það er ekki til vont veður á Þjóðhátíð bara illa klætt fólk, heyrði ég á TikTok og þetta er bara mitt mottó um helgina,“ segir Jóna og hlær.

Spenntar fyrir öllu

Hverju eruð þið spenntastar fyrir?

„FM95BLÖ, brekkusöngnum og bara öllu,“ segja þær í kór. 

„Við erum allar að upplifa þetta í fyrsta sinn, við erum líka spenntar fyrir blysunum og laginu með Sverri Bergmann sem kemur undir“ segir Jóna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert