Félagsleg fjarlægð flæki læknisgreiningar

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir félagslega fjarlægð á milli læknis og sjúklings flækja greiningarferli.

„Því meiri félagsleg fjarlægð á milli læknis og sjúklings, því erfiðari verða samskiptin. Með félagslegri fjarlægð meinum við í rauninni bara hversu ólík þau eru,“ segir Sigrún. 

Sigrún var gestur í Dagmálum nýverið ásamt Sunnevu Halldórsdóttur, mastersnema í líf- og læknavísindum og ræddi ójöfnuð og heilsu, en hún kennir áfanga undir sama nafni.

Var ójöfnuður í tengslum við heilsu kvenna sérstaklega til umræðu en ný rannsókn á vegum Berkely-háskóla leiddi í ljós ýmsa þungmálma í túrtöppum. Hefur mörgum hefur blöskrað að viðurvist slíkra efna í vöru sem konur noti að jöfnuði mánaðarlega, séu fyrst að uppgötvast núna.

Sigrún segir oft gert lítið úr einkennum kvenna eða þau …
Sigrún segir oft gert lítið úr einkennum kvenna eða þau jafnvel álitin vera í höfðinu á þeim.

Mikilvægt að taka einkenni kvenna alvarlega

„Þegar læknastéttin er að mestu leyti hvítir karlar í efri lögum samfélagsins þá gengu þau samskipti best og ef slíkur kall kom og kvartaði yfir einhverju þá var það tekið alvarlegast. Svo bætir þú við kannski að það er einhver sem klárlega lifir í fátækt, það er kona, það er svartur þá í rauninni versna samskiptin.“

Hún segir greiningar á sjúkdómum og kvillum sem herji einkum á konur fara batnandi í ljósi þess að læknastéttin sé orðin fjölbreyttari og til að mynda séu fleiri konur orðnar læknar.

Enn séu viðhorf gagnvart sjúkdómum þó ábótavant og sjúkdómar eins og endómetríósa eða liðagigt oft álitin vera í höfðinu á konum og jafnvel umdeilt hvort um raunverulegan sjúkdóm sé að ræða. Segir Sigrún mikilvægt að taka einkenni kvenna alvarlega jafnvel þó þau falli ekki inn í hefðbundinn einkennaramma eða sjúkdómsgreiningu.

„Eins og t.d. með vefjagigt þetta eru ekkert bara ein eða tvær sem að finnst engin skýring á.“

Nefnir Sigrún sömuleiðis að hjartasjúkdómar hafi lengi verið álitnir „karlasjúkdómar“ þó að staðreyndin sé sú að þeir séu líka algengir meðal kvenna en lýsi oft í öðruvísi einkennum. 

Áskrifendur geta horft á viðtalið í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert