Um 70 til 80% afföll af uppskerunni í ár

Hjónin Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson.
Hjónin Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson.

„Uppskeruhorfur eru nú eiginlega ekki eins góðar og við reiknuðum með. Við erum bara að læra í hverju skrefi eins og er. Veturinn var mjög slæmur og miklar rigningar svo við erum að horfa á svona 70 til 80% afföll,“ segir Haraldur Guðjónsson bóndi á Neðri-Bakka í Dalasýslu.

Síðustu tvö sumur hefur Haraldur ásamt konu sinni Þórunni Ólafsdóttur stundað hvítlauksrækt á bænum og reka fyrirtækið Dalahvítlaukur. Hvítlaukurinn er ræktaður á um það bil 0,5 hekturum og var áætlað uppskerumagn um þrjú til fjögur tonn en núna segjast þau bara sátt ef þau myndu ná einu tonni.

Margar ástæður að baki

„Ástæðurnar fyrir afföllunum er mikið frost í vetur og tvisvar sinnum komum við að beðinu þannig að hvítlaukurinn lá bara á jörðinni. Það hefur verið mikil frostlyfting og eitthvað um grjót í beðinu hjá okkur og mögulega höfum við ekki sett hann nægilega grunnt niður. Svo teljum við hluta af þessu vandamáli vera vegna þess að við höfðum ekki fengið nógu gott útsæði frá Englandi og erum við að horfa svolítið upp á þetta núna.“

Ekki nóg um það en þekjugróðurinn sem þau höfðu sáð til þess að koma í veg fyrir illgresi í beðinu spíraðist ekki sökum þurrks í fyrra.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert