Enn glímir fólk við afleiðingar gossins

Gosið í Heimaey 1973 hafði mikil áhrif á heimamenn, ekki …
Gosið í Heimaey 1973 hafði mikil áhrif á heimamenn, ekki síst börn sem glíma enn við afleiðingarnar í dag, en tæp 70 prósent gera það. mbl.is/ÓKM

Eitt af hverjum fjórum börnum sem þurftu að flýja Heimaey árið 1973 lentu í einelti af því þau voru frá Vestmannaeyjum. Þetta er ein af mörgum niðurstöðum rannsóknar Kristínar Evu Sveinsdóttur þar sem hún rannsakaði langtímaáhrif þess að hafa verið barn í Vestmannaeyjum þegar gaus í Heimaey árið 1973.

Kristín skrifaði meistararitgerð sína af félagsvísindasviði sem ber heitið „Allir í bátana!“ Langtímaáhrif eldgossins í Heimaey árið 1973 á þau sem upplifðu hamfarirnar sem börn.“ Þátttakendurnir voru á aldrinum sex til sextán ára þegar gosið hófst og eru því fullorðnir einstaklingar í dag. Hún gerði grein fyrir rannsókninni og niðurstöðum hennar í samtali við Morgunblaðið.

Tæp 70 prósent glíma við langtímaáhrif eftir hamfarirnar

Niðurstöður sýndu að 69,4 prósent glíma við langtímaáhrif frá hamförunum í Heimaey 1973. Atburðurinn hefur enn áhrif á líf þeirra í dag og hefur meiri áhrif á þau sem upplifðu lítinn stuðning á þessum tíma.

Fólk þurfti að yfirgefa Heimaey í kjölfar gossins og var börnum raðað niður í nýja skóla á fastalandinu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þau börn sem fengu að halda hópinn þegar komið var í nýjan skóla og/eða þau upplifðu góðar móttökur frá nemendum og kennurum, vegnar mun betur í dag en þeim sem fóru alein í skóla og/eða upplifðu verri móttökur.

Þau börn sem hins vegar fóru með hópi annarra barna sem þau þekktu upplifðu meiri stuðning, atburðurinn hefur minni áhrif á líf þeirra í dag og þau upplifa meiri lífsánægju.

Meira um málið má sjá í Morgunblaði dagsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert