Fresta leit: Sterkur grunur um falsboð

Leitinni hefur verið frestað.
Leitinni hefur verið frestað. Ljósmynd/Landsbjörg

Lögreglan á Suðurlandi hefur frestað leitinni að ferðamönnum sem leitað hefur verið að í Kerlingarfjöllum síðan í gærkvöldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook.

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir frá því seint í gærkvöldi í nágrenni við Kerlingarfjöll í kjölfar neyðarbeiðni sem barst Neyðarlínunni kl. 22:18 þess efnis að tveir  væru innlyksa í helli á svæðinu.

Leita að uppruna beiðninnar

Sterkur grunur er um að falsboð sé að ræða en lögreglan á Suðurlandi hefur unnið með tölvurannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag til að greina uppruna neyðarbeiðninnar.  

Lögreglan segir að í ljósi þessa sem og að umfangsmikil leit hafi ekki skilað neinum nýjum vísbendingum hafi lögreglustjórinn á Suðurlandi í samráði við Landsbjörg ákveðið að fresta leit þar til frekari vísbendingar koma í ljós. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert