Afkomendur Sigurðar Jónssonar sundmanns gáfu Þingeyjarsveit nýlega setbekk að gjöf til minningar um hann.
Var setbekkurinn settur niður við sundlaugina á Laugum en fyrsti sundsigur Sigurðar var á drengjamótinu sem haldið var í Tjörninni á Laugum árið 1937.
Sigurður hefði orðið 100 ára gamall þann 23. júlí en þá flutti tengdasonur hans, Benedikt Sigurðarson, ávarp við afhendingu gjafarinnar.
Hann fór þar yfir lífshlaup Sigurðar en fæddist hann í Ystafelli í Þingeyjarsveit árið 1924 og keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í London árið 1948.