Hinsegin dagar hófust í dag en formleg opnunarhátíð var í Grósku í kvöld.
Þá komu Páll Óskar Hjálmtýsson, Bashar Murad, Söngleikjakórinn Viðlag og RÁN meðal annars fram.
Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, hélt hátíðarræðuna en stjórnendur opnunarhátíðarinnar voru Bjarni Snæbjörnsson og Gréta Kristín Ómarsdóttir.
Margrét Rán flutti lag Hinsegin daga.
mbl.is/Eyþór
Bashar Murad og Söngleikjakórinn Viðlag voru meðal þeirra sem stigu á svið.
mbl.is/Eyþór
„Það er með gleði í hjarta sem við opnum dyrnar fyrir öllum sem vilja koma með okkur. Gleðjast og fagna fjölbreytileikanum,“ sagði Bjarni Snæbjörnsson, annar stjórnandi hátíðarinnar, í samtali við mbl.is fyrr í dag.
mbl.is/Eyþór
Næstu dagar eru stútfullir af viðburðum á borð við regnbogahátíð fjölskyldunnar og regnbogaráðstefnu hinsegin daganna.
mbl.is/Eyþór
Gleðigangan sjálf hefst klukkan tvö á laugardaginn.
mbl.is/Eyþór
Á laugardagskvöld verður lokahóf hinsegin daga haldið í Iðnó en þá munu DJ Sunna Ben, Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson koma fram.
mbl.is/Eyþór